Ávinningur vinnuveitenda

Einfalt að bjóða starfsmönnum að nota appið

Færðu inn lista af starfsmönnum sem eiga að nota akstursdagbókina. Viðkomandi starfsmaður sækir svo Skreppa appið á Googlestore eða Playstore og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Starfsmaðurinn skráir svo ferðir sem eru í þágu vinnuveitandans. Aðeins þær ferðir sem starfsmaðurinn skráir sjást svo í bakendanum þar sem fyrirtækið getur yfirfarið ferðirnar og sent svo skýrslu á launadeild fyrir aksturstyrki starfsmanna.

Stjórnun, gagnsæi og regluvarsla

Skreppa veitir atvinnurekendum fulla yfirsýn yfir aksturskröfur starfsmanna, tryggir nákvæmar greiðslur og fylgni við reglur RSK.

Lækkaðu kostnað

Greining á skilvirkni ferða hjálpar til við að koma í veg fyrir óþarfar aksturskröfur— sparar að jafnaði 10–20% í endurgreiðslukostnað

Samþykktu á sekúndum

Samþykktu tugir skýrslna með einu klikki. Engin eltingarleikur við starfsmenn, engin handvirk yfirferð. Fyrirtækið getur still á sjálfkrafa samþykkt fyrir akstursferðir sem eru yfir ákveðnu hagkvæmnishlutfalli.

Hagkvæmnihlutfallið er reiknað út frá hversu löng stysta mögulega leið var sem hlutfall af raun ferðinni. Dæmi: Stysta leið á fundarstað 6.5km - Raunferðin var 10km. 6.5/10 = 65% hagkvæmnihlutfall. Þessa ferð þyrfti að fá nánari útskýringar á nema búið sé að ákveða að samþykkja allar ferðir sem eru með 65% eða hærra hagkvæmnihlutfall.

Greiðsluksrár útbúnar

Kerfið útbýr greiðsluskrár sem fjármálasviðið getur keyrt inn heimbankanna og þannig einfaldað útgreiðslu allra krafna

Hafðu samband