Notkunarskilmálar Skreppa
1. Samningsaðilar
1.1. Snjallsímaforritið skreppa App (hér eftir „smáforritið“) er hannað og á ábyrgð Endurgjald ehf, kt. 640725-0950 (hér eftir „Skreppa“)..
1.2. Þessir notkunarskilmálar snúa eingöngu að notkun smáforritsins og gilda um samningssamband Skreppa og notanda smáforritsins (hér eftir „notandi“) sem nálgast má á hjá Google á Play Store eða hjá Apple á App Store. Með því að samþykkja notkunarskilmálana skuldbindur notandi sig til að fara eftir þeim við notkun á smáforritinu.
1.3. Smáforritið er m.a. leið til að skrásetja ökuferðir og reikna út skattfrjálst endurgjald fyrir notkun eigin bifreiðar fyrir vinnuveitanda.
2. Tilgangur smáforritsins
2.1. Tilgangur smáforritsins er m.a. eftirfarandi:
2.1.1. Að gera Skreppa kleift að safna upplýsingum um ökuferðir notanda í gegnum smáforritið. Í gegnum skynjara farsíma notanda fær smáforritið upplýsingar um ökuferðir notanda. Upplýsingarnar eru notaðar til að reikna lengd ökuferða notanda ásamt upplýsingum um upphafsstað og endastað. Upplýsingarnar eru svo notaðar til að reikna út hvert skattfrjáls endurgjald notandans ætti að vera samkvæmt kjarasamningum.
2.1.2. Að veita notanda aðgang að upplýsingum um lengd ökuferða á samt öðrum upplýsingum sem nýtast til að ákvarða rétt endurgjald.
2.1.3. Að veita notanda aðgang að upplýsingum og gögnum um þær ökuferðir sem notandi hefur skráð fyrir mismunandi aðila í gegnum ökuskýrslur.
2.2. Notandi mun í gegnum smáforritið hafa aðgang að ýmsum upplýsingum og gögnum varðandi þær ökuferðir sem hafa verið skráðar. Um rafræn samskipti og afhendingu gagna gilda sér skilmálar.
3. Auðkenning og gildistími
3.1. Nýskráning og þar með innskráning í smáforritið fer fram með rafrænum skilríkjum. Innskráning gildir þar til notandi skráir sig út sérstaklega. Útskráning úr smáforritinu gerir það að verkum að notandi þarf að skrá sig inn aftur með rafrænum skilríkjum.
3.2. Notkunarskilmálar þessir taka gildi gagnvart notanda þegar hann hefur samþykkt þá í smáforriti og með notkun á smáforritinu
3.3. Brjóti notandi gegn skilmálum þessum, misnoti það á einhvern hátt eða þær upplýsingar sem þar er að finna, er Skreppa heimilt að loka fyrir aðgang notanda að smáforritinu.
4. Samþykki notanda á heimildum Skreppa
4.1. Notandi samþykkir að veita Skreppa heimild til að sækja aðgengilegar upplýsingar úr þjóðskrá við innskráningu í smáforritið með rafrænum skilríkjum og við önnur tækifæri þegar smáforritið er notað af hálfu notanda, s.s. þegar tilkynnt er um tjón.
4.2. Notandi veitir Skreppa heimild til að sækja upplýsingar í ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu um þau ökutæki sem skráð eru á notanda, hvort sem um er að ræða skráningu sem eigandi ökutækis eða sem umráðamaður ökutækis.
4.3. Notandi veitir Skreppa heimild til að senda notanda þær tilkynningar sem hann heimilar í smáforritinu.
4.4. Notandi heimilar Skreppa að fá ópersónugreinanlegar upplýsingar í gegnum smáforritið um akstur notanda í gegnum skynjara sem eru í farsíma notandans. Er um að ræða skynjara fyrir staðsetningu og hreyfingu tækis.
1. 4.5. Notandi heimilar Skreppa að fá upplýsingar um heildar akstur notanda, fjölda kílómetra sem eknir eru í hverjum mánuði sem og heildarfjölda ferða sem eru eknar. Út frá þeim upplýsingum reiknar Skreppa út mánaðarlega hvert hið skattfrjálsa endurgjald verður í samræmi við ákvæði stéttarfélaga.
4.5. Notandi heimilar Drivequant (hér eftir „DQ“), sem er samstarfsaðili Skreppa að fá upplýsingar um eknar ferðir til að geta metið og reiknað út endurgjald miðað við breytilega þætti.DQ veitir þjónustu á sviði upplýsingatækni og fjarvirkni (e. telematics) og byggja mælingar og útreikningar á aksturi á lausn fráDQ. Upplýsingunum er miðlað beint úr farsíma notanda til DQ í ópersónugreinanlegu formi.
5. Skyldur Skreppa
5.1. Skyldur Skreppa eru eftirfarandi:
5.1.1. Að veita notanda aðgang að smáforriti og birta honum upplýsingar um ferðir og akstur sinn.
5.1.2. Að notandi fái góðar upplýsingar um það endurgjald sem hann á rétt á mánaðarlega.
5.1.3. Að bregðast skjótt við ef upp koma tæknilegar villur í smáforriti.
5.1.4. Að veita notanda skýran rökstuðning, óski hann þess, á útreikningi á endurgjaldi.
5.1.5. Að sjá til þess að persónuupplýsingar séu ekki nýttar með öðrum hætti en kemur fram í Persónuverndarstefnu Skreppa.
6. Skyldur og ábyrgð notanda
6.1. Notanda ber að gæta að því að persónuupplýsingar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila og láta Skreppa vita ef þeir telja að svo hafi gerst.
6.2. Notandi skal læsa snjallsímanum sínum þegar hann er ekki í notkun, svo persónuupplýsingar séu ekki aðgengilegar óviðkomandi aðilum, og notast við pinkóða, fingrafar eða andlitsskanna við að komast inn í símann sinn.
6.3. Notandi skal fjarlægja smáforritið og allar upplýsingar um það í snjallsímanum ef hann er seldur eða hætt að nota hann.
6.4. Notandi skal láta fólk vita að í símanum sé forrit sem mælir ökuferðir ef ferðast er með öðrum en þeim sem þekkja til. Þetta á sérstaklega við um þegar notandi er farþegi í annarri bifreið en þeirri sem Skreppa er að skrá ökuferðir fyrir.
6.5. Notandi skal uppfæra snjallsímann sinn reglulega svo að hann sé ávallt með nýjustu öryggisuppfærslur.
6.6. Notandi ber sjálfur fulla ábyrgð á notkun smáforritsins og að akstur hans sé í samræmi við lög og reglur hverju sinni.
7. Akstursmæling
7.1. Smáforritið mælir ökuferðir notanda með eftirfarandi hætti:
7.1.1. Hraðanemi (e. accelerometer) sem metur hvort bifreið sé ekið af stað.
7.1.2. GPS nemi sem metur hvert var ekið, hve lengi aksturinn varði ásamt upphafs og endatíma ferðar.
8. Söfnun upplýsinga, öryggi þeirra og gagna
8.1. Upplýsingar um ferðir notanda eru sendar dulkóðaðar (ekki persónugreinanlegar) úr smáforriti til DQ sem á sjálfvirkan hátt reiknar út aksturseinkunn notanda, sbr. 7. gr., vegna hverrar ferðar og svo samanlagt vegna allra þeirra ferða sem valdar eru inn í útreikning.
8.2. DQ getur ekki greint persónulegar upplýsingar notanda. Akstursupplýsingar eru svo sendar frá DQ í smáforritið og þaðan fær Skreppa upplýsingar um ökuferðir notanda sem er grundvöllur hins breytilega endurgjald.
8.3. Skreppa vista ekki nein gögn um ferðir notanda í sínum grunnkerfum. Allar gagnasendingar eru dulkóðaðar. Það sama á við um gögn sem eru vistuð hjá þjónustuaðila Skreppa. Upplýsingar sem eru vistaðar í snjallsíma eru varðar með þeim öryggisráðstöfunum sem þar eru fyrir hendi. Heildar upplýsingar um akstur eru geymdar í snjallsíma notanda. Þetta eru upplýsingar um ferðir og sundurliðuð aksturseinkunn eftir hverja ferð og hvenær ferðir eru farnar.
8.4. Vegna þjónustu Skreppa, m.a. í tengslum við útreikning á iðgjaldi og meðferð tjóna er nauðsynlegt fyrir Skreppa að vinna með ýmis konar persónuupplýsingar. Nánari upplýsingar um meðferð, varðveislu og vinnslu persónuupplýsingar, auk réttar samkvæmt persónuverndarlögum, s.s. um aðgang að upplýsingum, er að finna í Persónuverndarstefnu Skreppa.
9. Hugverkaréttur
9.1. Skreppa er eigandi alls hugverkaréttar sem tengist smáforritinu að því undanskildu að DQ er eigandi hugverkaréttar þeirrar lausnar sem er byggð inn í smáforritið.
9.2. Óheimilt er að breyta smáforritinu eða afrita það með nokkrum hætti.
10. Fyrirvari um ábyrgð
10.1. Skreppa ber ekki ábyrgð á notkun notanda á smáforritinu eða á tjóni sem notkun á smáforritinu kann að valda.
10.2. Skreppa ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda, eða tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila sem framkvæmdar eru undir auðkenni notanda.
10.3. Smáforritið er almennt aðgengilegt og tækt til notkunar á hverjum tíma. Skreppa getur þó ekki tryggt eða ábyrgst samfelldan eða órofinn aðgang að smáforritinu. Þannig getur aðgangur að smáforritinu rofnað tímabundið vegna uppfærslu, viðhalds, þjónustuhlés, truflunum eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Sama á við um rof á miðlun upplýsinga á milli notanda, DQ og Skreppa. Skreppa mun eins og kostur er tilkynna notanda með fyrirvara um fyrirhugað þjónusturof, t.d. vegna uppfærslu, viðhalds eða þjónustuhlés, ef það er ekki til skamms tíma eða telst ekki vera minniháttar.
10.4. Skreppa getur ekki ábyrgst að allar akstursferðir séu skráðar m.a. vegna ólíkra gæða í dreifikerfi, bilana, eða vegna þess að snjallsími nær ekki sambandi við það dreifikerfi sem notast er við.
11. Breytingar á notkunarskilmálum
11.1. Skreppa hefur heimild til að breyta þessum notkunarskilmálum hvenær sem er. Breytingar sem gerðar eru taka gildi án sérstaks fyrirvara ef þær eru til hagsbóta fyrir notanda. Breytingar sem eru íþyngjandi fyrir notanda taka gildi með 14 daga fyrirvara þó þannig að breytingar taka ávallt gildi um mánaðamót.
11.2. Tilkynningar um breytingar eru birtar af hálfu Skreppa í smáforritinu, á vefsíðu félagsins, með tölvupósti og/eða með öðrum rafrænum hætti.
12. Varnarþing og löggjöf
12.1. Um skilmála þessa gilda íslensk lög.
12.2. Rísi dómsmál vegna skilmála þessara skal það mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
13. Gildistaka
13.1. Skilmálar þessi taka gildi 1. október 2025.
Löglegheit
hafðu samband
skreppa@skreppa.is
+354-420-4020
© Endurgjald ehf, Kt 640725-0950