Spurt og svarað

Hvernig virkar Skreppa appið?

Skreppa appið sjálfvirkt byrjar að skrá ferðir um leið og þú ekur af stað. Appið skráir upphafs- og lokastað ferðar, fjölda km ekna og út frá reglugerðum RSK og/eða kjarsamningum tiltekinna verkalýðsfélaga reiknar út hve mikla endurkröfu þú átt inni hjá vinnuveitanda þínum fyrir þær ferðir sem þú flokkar sem viðskiptaferðir á einkabílnum.

Geta vinnuveitendur haft eftirlit með mínum ferðum?

Þú stýrir hvaða ferðir séu sendar á vinnuveitanda þinn. Áður en vinnuveitandi fær akstursdagbók senda til sín til samþykktar, þarft þú að flokka ferðina sem vinnuferð og í lok mánaðarins að senda allar ferðinar til vinnuveitandans í gegnum akstursdagbókina.

Þú stýrir 100% ferðinni og ekkert er sent til vinnuveitandans nema þú ákveðir að gera það.

Hvernig fæ ég aksturspeningana greidda?

Þú getur nýtt appið til að senda vinnuveitanda þínum mánaðarlega endurkröfu reikning sem vinnuveitandinn þarf að samþykkja áður en reikningurinn er greiddur. Vinnuveitendur sem eru með samning við Skreppa fá lausn sem einfaldar þeim samþykktarferli útistandandi krafna.

Vinnuveitendur sem eru ekki með samning við Skreppa geta eftir sem áður nýtt mánaðarlega akstursdagbókarskýrslu, sem þú sendir í gegnum appið, til að endurgreiða ferðir á vegum fyrirtækisins.

Er skráning ferða sjálfvirk?

Já ef þú hefur veitt viðeigandi leyfi í símanum að þá skrást allar ferðir sjálfvirkt, þ.e.a.s. hvar og klukkan hvað ferð hófst og endaði og hve margir km voru keyrðir. Þú þarft samt að flokka ferðina sem viðskiptaferð og skilgreina tilgang hverrar ferðar.

Get ég boðið teyminu mínu í Skreppa?

Vinnuveitendur sem eru með samning við Skreppa geta auðveldlega boðið starfsmönnum að sækja Skreppa appið með tölvupósti eða SMS. Um leið og þeir skrá sig inn í gegnum rafræn skilríki eru þeir orðnir virkir í appinu.

Í þessum tilfellum greiðir vinnuveitandinn fyrir kostnaðinn við appið.

Hvað um persónuvernd og gagnaöryggi?

Skreppa tryggir að engum persónulegum upplýsingum sé deilt með vinnuveitanda þínum. Þú stýrir 100% hvaða ferðir séu sendar til endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að finna hér.

Það eru tvær áksriftaleiðir í boði. Ef þú greiðir mánðarlega að þá kostar áskriftin $14,9 á mánuði (ca 1.990kr p/m) en ef þú greiðir árið fyrirfram greiðiru bara $115 (ca 14.990 kr p/á) og sparar þannig 2 mánuði á ári.

Hvað kostar Skreppa?

Gallery Skreppa

Employer dashboard displaying reimbursement reports and employee invitations.
Employer dashboard displaying reimbursement reports and employee invitations.
A smiling employee using the skreppa app on their smartphone while sitting in their car, with a city street visible through the window.
A smiling employee using the skreppa app on their smartphone while sitting in their car, with a city street visible through the window.